Gleðileg jól gott fólk nær og fjær.
Við sitjum hérna gömlu hjónin afvelta. Börnin eru loksins sofnuð og spennustigið hefur lækkað. Þvílíkur fjöldi af pökkum og þvílík spenna. Gjafirnar voru óvenju flottar í ár og ég held að börnin hafi farið í bólið nokkuð sátt við vöruskiptajöfnuð þetta árið. Nokkuð hagstæður í ár. Mest gaman var að sjá viðbrögðin hjá Matthíasi sem sagði "vá" í sífellu þegar hann opnaði pakkana sína.
Alexander er í skýjunum með nýja trommusettið sitt (raftrommusett) og mp3 spilarann.Dísa réði sér ekki fyrir kæti yfir geislaspilaranum sem hún fékk og Barbie safndisknum. Hún sofnaði út frá þessu núna í kvöld.
Ég var svo heppinn að fá kaffikvörn og mun því geta einvörðungu keypt kaffibaunir á heimilið þannig að nú er ennþá frekar ástæða til að koma hingað í heimsókn. Svo fékk ég þetta fína mortel og skip í flösku.
Jæja ég er farinn í bólið.
kveðja,
Arnar Thor
Við sitjum hérna gömlu hjónin afvelta. Börnin eru loksins sofnuð og spennustigið hefur lækkað. Þvílíkur fjöldi af pökkum og þvílík spenna. Gjafirnar voru óvenju flottar í ár og ég held að börnin hafi farið í bólið nokkuð sátt við vöruskiptajöfnuð þetta árið. Nokkuð hagstæður í ár. Mest gaman var að sjá viðbrögðin hjá Matthíasi sem sagði "vá" í sífellu þegar hann opnaði pakkana sína.
Alexander er í skýjunum með nýja trommusettið sitt (raftrommusett) og mp3 spilarann.Dísa réði sér ekki fyrir kæti yfir geislaspilaranum sem hún fékk og Barbie safndisknum. Hún sofnaði út frá þessu núna í kvöld.
Ég var svo heppinn að fá kaffikvörn og mun því geta einvörðungu keypt kaffibaunir á heimilið þannig að nú er ennþá frekar ástæða til að koma hingað í heimsókn. Svo fékk ég þetta fína mortel og skip í flösku.
Jæja ég er farinn í bólið.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
KV Munda, Raggi, Elvar, Hreiðar og Steinunn